föstudagur, apríl 8

bold and the beautiful

ég hélt alltaf að þetta þýddi þeir sköllóttu og fallegu..mér finnst sköllótt fólk ekkert sérlega fallegt..og hver er ekki með hár í LA? allavega, ástin sem var forboðin náði saman, Thorne og Brooke, og sami drami er í gangi og frá því að ég horfði á einn þátt fyrir þremur vikum.....

vikan er búin að fara í lærdóm, stelpu-stráka drama, ekki af minni hálfu samt, og meiri lærdóm.


Stelpurnar í Keflavík urðu Íslandsmeistarar á miðvikudaginn og strákarnir unnu leikinn sinn í gær, 2-1 fyrir þeim á móti Snæfell. Amma er viss um að ég sé að hitt einhvern úr liðinu þar sem að ég er "skyndilegur" áhugamaður um körfubolta....hmmm ekki alveg þó að mér finnist gaman að dást að upphandlegssvöðvum... ég spái því að þetta fari í fimm leiki og ég mæti í kefl á mánudag/þriðjudag fyrir æsi spennandi lokaúrslita leik í Íslandsbikarnum..
ég missti næstum röddina í gær af spenningi og var að jaðra við að fara í þjálfaraleik, stelpan var vægast sagt aktív...

í vikunni keypti ég mér miða til Barcelona í júní :) jey! reyndar er eitthvað bókunarvandamál en það reddast og ég fer til Barcelona...ég er svo spennt!! viva la Ljósbrá og barcelona...(eða er það franska?) allavega, tapas og sangria, hér í kom!

í gær fór ég á motorcycle diaries í bíó, setning IIFF, og SIGGA segir: gotta gó sí! mögnuð mynd um ferðalagið sem breytti Che Guavara í þann merki mann sem hann svo varð...ekki skemmir fyrir að leikarinn er heavy sætur... tónlistin e rmjög góð og myndin falleg í alla staði! eins og ég segi, skyldumæting í bíó!

reyndar svoldið spes að hafa dj og ókeypis áfengi í Háskólabíó þar sem ég mæti í tíma bráðum...hvernig væri nú að poppa upp kennsluna? föstudagar eru foster dagar... þetta gæti bara gengið...

ég fæ flugmiðann til Boston í næstu viku....það eru aðeins 36 dagar til brottfarar.... og tvær vikur eftir af kennslu....allt að gerast.

ég spjallaði við Indra vin minn frá Hawaii í vikunni og hann er að plana að koma og hitta mig í Boston sem er ekki frásögur færandi nema hvað hann sagði setninguna sem bara á ekki að segja; always a bridesmaid, never a bride...
hvaða fáviti kemur með svona saying?! ég er nú LÍKA veislustjórinn.. Arna leggur til að við förum single og fabulous og hösslum í bryllupinu...í fallegum skóm sem ég mun EKKI týna, lofa! ofurölvun af því stigi mun ekki eiga sér stað.

ég mæli með kaffihúsa ferð á morgnanna áður en dagurin hefst..þetta er ekkert smá fínt og er orðin smá svona thing hjá mér og pabba, maður er bara frískur og endurnærður allan daginn...

Stelpur, ég hef lagt til sunnudagsbrunch klúbb, hvernig er það er engin með í því?

næsta sunnudag verður farið í ljós og gufu (ljós optional) en gufa skylda, berara að ofan, og svo fengið sér kaffi á nýju kaffihúsi sem ég hef uppgvötað!! Er stemming fyri þessu???? vinsamlega skráði ykkur pæjurnar mínar í comments eða með smsi....
ég vænti góðri mætingu.

jæja, ágústa johnson er mætt og ég er strax komin með samviksubit og farin að finnast ég feit og ekki í Góðu Formi...

ég ætla að skella mér í sturtu áður en ég arka út í snjóinn sem virðist aldrei ætla að hætta að falla og finnur skrýtnar leiðir til að blása alltaf upp í augun mín og nef..(kannski er ég með stórt nef...?)

hey fullt á kvikmyndahátíðinni sem mig langar til að sjá, óska eftir bíófélaga...

bók vikunnar: Be honest, your not that into him either; var að spara mér 2 vikur í ruglinu ;)
ég verð bara að fá að bæta við þar sem að ég er víst þekkt fyrir hreinskilni!
ég einni "deit" viku sparaði ég mér mánuð í deitleiknum sem við stelpurnar verðum oft svo pirraðar á þó að við spilum í meistaradeildinni og erum klárlega með þeim bestu..
á einni viku sparaði ég mér pirring, vonbrigði, spurningarnar sem við þorum yfirleitt ekki að spyrja, 150 sms og 18 símhringingar, tímaeyðslu í spáingar og spögleringar sem svo enda í svekkelsi og minni sjálfsáliti..... HINGAÐ OG EKKI LENGRA.
ég mæli með því stelpur að nú tökum við okkur saman í andlitinu og hættum þessum kjánaleik!

fyrirlesturinn verður í gufu á sunnudaginn!

ciao ciao, stelpan sem ætlar í vísindaferð í kvöld

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló sætust.
Gaman að heyra að þú sért að fara á ókeypis fyllerí. Sjálf keypti ég martíní flösku fyrir 1,2 evrur. Svo, ja... næstum því ókeypis.
Your Light

Nafnlaus sagði...

Halló sætust.
Gaman að heyra að þú sért að fara á ókeypis fyllerí. Sjálf keypti ég martíní flösku fyrir 1,2 evrur. Svo, ja... næstum því ókeypis.
Your Light